Stríð eða friður?

Það er ekki tilviljun að Martinus hefur valið að nota eftirfarandi tvær táknmyndir sem forsíðu og baksíðu á verkum sínum:

Smelltu á táknmyndina til þess að sjá stækkaða útgáfu!

 

symbol_19s.jpg

Myrkrið

Táknmyndin sem er á baksíðunni kallast: Í gegnum myrkur vígslunnar- helvíti eða ragnarök
- táknmynd nr. 19

 

 

Drápslögmálið
Stóri appelsínuguli boginn og sverðið á vinstri hliðinni tákna myrka gjörð sem á sér stað gagnvart tilteknum einstaklingi (hvíti þríhyrningurinn). Hér eru viðbrögðin í anda hefndarlögmálsins (sverðið), er við þekkjum úr Gamla Testamentinu sem- auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

Við uppskerum svo sem við sáum frá lífi til lífs
Frá kosmisku sjónarmiði má sjá hvernig við sköpum okkur sjálf örlög frá lífi til lífs (appelsínugulu kassarnir), með hvíldartímabilum í andlega heiminum inn á milli (gulu kassarnir).

Afleiðingar af drápslögmálinu

Stríð, pólitískar og trúarlegar deildur, fátækt, veikindi og örvænting eru til komið vegna vanþekkingar um hið eilífa líf og karmalögmálið. Menn trúa því að þeir geti heyjað stríð og uppskorið frið.    

Það er ekki fyrr en eftir uppskeru þjáninganna sem það fæðist skilningur á kærleikslögmáli lífsins: „Elskaðu óvini þína, gjörðu þeim gott sem hata þig, og biddu fyrir þeim er ofsækja þig“.

Kjötát er einnig dæmi um það hvernig menn „vita ekki hvað þeir gjöra“. Öll sú þjáning sem við veitum öðrum verum, stórum sem smáum, snýr aftur til okkar. Eldfjallið táknar náttúruhamfarir sem sýnir að við erum ekki að fullu varin gagnvart stórumhverfi okkar, jörðinni. Við erum sjálf stórvera gagnvart líkama okkar.  Ef við sköpum honum slæm skilyrði fæðumst við á ytri náttúrusvæðum sem eru hættuleg í samsvarandi mæli. En jafnvel í gegnum myrkur vígslunnar, á „svæði drápslögmálsins“, erum við umkringd kærleika (geislabaugurinn). Hin móttækilega sála getur alltaf fundið leiðarljós sem sýnir henni leiðina út úr myrkinu.

 

Smelltu á táknmyndina til þess að sjá stækkaða útgáfu!

 

symbol_23s.jpg

Ljósið

Táknmyndin á forsíðunni kallast: hin fullgerða manneskja í Guðs mynd og líkingu.
- Táknmynd nr. 2

 

 

Fórnarlögmálið
Hér er útskýrt siðferðislögmál Nýja Testamentisins um algera fyrirgefningu-takmark þróunarinnar. Hinar útréttu hendur tákna elskandi persónu sem mætir mótlæti (appelsínuguli boginn frá vinstri) með vináttu (guli boginn til hægri) og þar með skapar ljós og hamingjusama framtíð fyrir sig sjálfa og nágranna sína í þessu lífi og þeim næstu (ferhyrndu svæðin verða meira og meira gul). Sérhver sársaukafull reynsla gerir okkur umhyggjusamari, þar til við höfum það aðeins í okkur að gera gott, eins og Kristsveran á myndinni.

Hin kosmiska lífssýn

Neðsti hluti táknmyndanna tveggja með svarta bakgrunninum táknar hina kosmisku lífssýn sem felur í sér mörg jarðarlíf, lögmál karma og þróunar frá dýri til manneskju. Við sjáum að Þriðja Testamentið styður við siðferðislögmál Nýja Testamentisins.

Takmarkið með hinum mörgu jarðarlífum er að kenna okkur hvernig við eigum að „Elska Guð umfram alla hluti og náungann eins og okkur sjálf“. Við höfum þá orðið „manneskjur í Guðs mynd og líkingu“.    

Til þess að sjá nánari útskýringar á táknmyndunum skrifaðar af Martinusi sjálfum skoðið þá Heimsmyndina Eilífu II. bindi

 

© Tilvitnanirnar úr Þriðja Testamentinu eru varðar höfundarétti af The Institute of Martinus Spiritual Science, Kaupmannahöfn. Danmörku. Öll réttindi áskilin.