Það er ekki tilviljun að Martinus hefur valið að nota eftirfarandi tvær táknmyndir sem forsíðu og baksíðu á verkum sínum:
Smelltu á táknmyndina til þess að sjá stækkaða útgáfu! |
|
Myrkrið Táknmyndin sem er á baksíðunni kallast: Í gegnum myrkur vígslunnar- helvíti eða ragnarök
Drápslögmálið Við uppskerum svo sem við sáum frá lífi til lífs Afleiðingar af drápslögmálinu Stríð, pólitískar og trúarlegar deildur, fátækt, veikindi og örvænting eru til komið vegna vanþekkingar um hið eilífa líf og karmalögmálið. Menn trúa því að þeir geti heyjað stríð og uppskorið frið. Það er ekki fyrr en eftir uppskeru þjáninganna sem það fæðist skilningur á kærleikslögmáli lífsins: „Elskaðu óvini þína, gjörðu þeim gott sem hata þig, og biddu fyrir þeim er ofsækja þig“. Kjötát er einnig dæmi um það hvernig menn „vita ekki hvað þeir gjöra“. Öll sú þjáning sem við veitum öðrum verum, stórum sem smáum, snýr aftur til okkar. Eldfjallið táknar náttúruhamfarir sem sýnir að við erum ekki að fullu varin gagnvart stórumhverfi okkar, jörðinni. Við erum sjálf stórvera gagnvart líkama okkar. Ef við sköpum honum slæm skilyrði fæðumst við á ytri náttúrusvæðum sem eru hættuleg í samsvarandi mæli. En jafnvel í gegnum myrkur vígslunnar, á „svæði drápslögmálsins“, erum við umkringd kærleika (geislabaugurinn). Hin móttækilega sála getur alltaf fundið leiðarljós sem sýnir henni leiðina út úr myrkinu. |
Smelltu á táknmyndina til þess að sjá stækkaða útgáfu! |
|
Ljósið Táknmyndin á forsíðunni kallast: hin fullgerða manneskja í Guðs mynd og líkingu.
Fórnarlögmálið Hin kosmiska lífssýn Neðsti hluti táknmyndanna tveggja með svarta bakgrunninum táknar hina kosmisku lífssýn sem felur í sér mörg jarðarlíf, lögmál karma og þróunar frá dýri til manneskju. Við sjáum að Þriðja Testamentið styður við siðferðislögmál Nýja Testamentisins. Til þess að sjá nánari útskýringar á táknmyndunum skrifaðar af Martinusi sjálfum skoðið þá Heimsmyndina Eilífu II. bindi |
|
© Tilvitnanirnar úr Þriðja Testamentinu eru varðar höfundarétti af The Institute of Martinus Spiritual Science, Kaupmannahöfn. Danmörku. Öll réttindi áskilin. |