Hver er höfundurinn að Þriðja Testamentinu?

Martinus
Martinus var fæddur í Danmörku, fæðingarlandi hins mikla sagnahöfundar H. C. Andersen. Um H.C. Andersen má segja að hann hafi búið til sögur af raunveruleikanum. Um Martinus má segja hið gagnstæða! Hann hefur gert ævintýrið að raunveruleika. Hann hefur umbreytt eilífum kjarna og takmarkalausum kærleiksboðskap heimstrúarbragðanna yfir í andleg vísindi!

(Smelltu til að stækka mynd)

 

Martinus

Martinus Thomsen fæddist þann 11. ágúst 1890 í litlum kaupstað sunnan af Sindal á Norður Sjálandi. Út frá trúarlegum viðhorfum þess tíma var hann „óskilgetið“ barn. Varðandi bersku hans og uppeldi þá, að sögn Martinusar, leið ekki sá dagur er hann bað ekki til Guðs. Þegar hann var í vafa um hvort hann væri að breyta rétt í tilteknum kringumstæðum, spurði hann alltaf, „Hvað hefði Kristur gert við þessar kringumstæður?“ og samstundis vissi hann hvað það rétta væri að gera í stöðunni. Þannig frá unga aldri, einkenndist persónuleiki Martinusar af djúpum trúarlegum tilhneigingum. Trúarlegar skoðanir hans voru hins vegar ekki alltaf í takt við hinar ríkjandi túlkanir trúarbragðanna.

Í fermingarfræðslunni sagði sóknarpresturinn við hann að Guð hafi lagt bölvun á óskilgetin börn. Martinus trúði hins vegar ekki að Guð gæti reiðst honum. Fæddur utan hjónabands, sá móðurbróðir hans og konan hans um hann. Þau voru mjög elskulegt fólk sem sáu vel um hann, komin á fullorðinsaldur og voru búin að koma sínum eigin börnum á legg. Þau voru fátæk og ómenntuð en mjög gott fólk. Móðir Martinusar dó árið 1901 þegar hann var 11 ára gamall.

Í eftirfarandi tilvitnun úr enn óútgefnu handriti segir Martinus frá bernsku sinni og uppeldi alveg þar til hann hlaut Fæðinguna Miklu.

„Ég fékk enga æðri menntun, hef enga háskóla- eða doktorsgráðu hlotið né fengið þekkingu á hinum miklu rithöfundum um heimspeki og trúamál. Ég hlaut menntun mína sem barn í litlum, frumstæðum sveitaskóla með aðeins tvo bekki og einn kennara. Á sumrin fórum við í skólann sex stundir í viku og aðeins lengur á veturna. Fyrir utan lestur, skrift og stærðfræði samanstóð menntun mín eingöngu af biiblíusögu, nokkrum sálmum, danskri sögu og landafræði.  

Þar sem mér líkaði biblíusögu mjög vel leiddist mér ekki skólagangan. Mín helsta ósk var að læra og verða kennari sjálfur, en það var ekki Guðs vilji. … Fósturforeldrar míni áttu einungis fyrir brýnustu nauðsynjunum og voru gersamlega ófær um að veita mér fjárhagslegan stuðning til framhaldsskólagöngu. Frá fjórtán ára aldri þar til ég var þrítugur var efnileg tilvera mín eins og tilvera ótal annarra ungmenna með lítil fjárráð án fag- eða verkmenntunar. Ég gerðis kúasmali, mjólkurmaður, næturvörður og skrifstofumaður.

Á þrítugasta og fyrsta aldursári varð ég fyrir andlegri reynslu sem leiddi mig að alheimslegri köllun.

Eitt kvöld í marsmánuði 1921 sat ég í algeru myrkri í Norrebros Runddel í Kaupmannahöfn þar sem ég beindi athygli minni að Guði. Það var á þessari stundu, í þessari guðlegu einbeitningu og í þessu myrkri sem ég upplifði, með dagvökuvitund minni og kosmiskri sýn mína guðdómlegu köllun, óútskýranlega fyrir mér á þessum tímapunkti, en hún fólst í því að útskýra af innsæi og að opinbera sem alheimsvísindi „hið mikla“ sem Jesú hefði geta sagt lærisveinum sínum, en sem hvorki þeir né yfirvöld á þeim tíma voru nógu þróuð til þess að geta skilið.Martinus at 30 years old (1921)Þrítugur 1921 - 4 mánuðum eftir kosmisku eldskírnina


 (Smelltu til að stækka mynd)

 Hér á eftir mun ég sýna fram á hvernig það getur staðist að manneskja sem fædd er og uppalin í óupplýstu sveitasamfélagi, án fræðigreina, prófa, rannsókna eða andlegrar leiðsagnar getur skyndilega orðið fær um að skapa alheimsvísindi, þar sem lokaniðurstaðan er heimsmyndin eilífa og undirstaða hennar, alheimskærleikur og ódauðleiki lifandi vera og framkoma þeirra sem meistara eigin örlaga.

Kristssýnin sem ég upplifði var ekki draumur eða ofskynjun, heldur algerlega vakandi, dagsmeðvituð, kosmisk reynsla sem innihélt skýra yfirlýsingu um ætlunarverk sem ég yrði að framkvæma. Það er satt að ég vissi ekki strax hvernig ég myndi finna kraftinn til þess að takast á við andlegt eða kosmiskt verkefni af jafn háu og heilögu mikilvægi. En þessi ófullnægjandi andlegi eiginleiki til skilnings átti ekki eftir að vera lengi.

Strax morguninn eftir vissi ég að ég þyrfti að hugleiða að nýju.

Eftir að hafa setist niður í hægindastólinn minn, sem nú virtist hafa hlaðist af einhverjum mögnuðum andlega virkum krafti, batt ég klút fyrir augu mín og var þannig staddur í miklu myrkri, en þó í algerlega vakandi og meðvituðu ástandi. Allt í einu var eins og ég horfði inn í hálfdimman himinn þar sem myrkt ský fór hjá og birti upp himininn. Þetta ský gekk yfir himinn nokkrum sinnum og í hvert skipti varð himininn bjartari þar til hann varð að óhemjubjörtu úthafi ljóss á litinn eins og hreinasta gull, sem varð öllu öðru ljósi yfirsterkara. Það tók á sig mynd glitrandi lóðréttra gullþráða sem fylltu algerlega í rýmið. Ég var staddur í miðju þessa guðdómlega engis lifandi ljóss en án þess þó að birtast sjálfur í einhverju sýnilegu formi. Ég hafði engan líkama, á sama hátt höfðu allir skapaðir hlutir í kringum mig, herbergið mitt, húsgögnin og í raun allur hinn efnislegi heimur, horfið eða voru handan skynsviðs míns. Hið blindandi gullna ljós með gullnu þráðum sínum hafði dregið í sig allt sem annars var aðgengilegt skynfærunum eða upplifun lífs, en ég gat þó upplifað í gegnum þetta sterka gullna ljós með fullri meðvitund að ég ætti tilveru utan hins efnislæga heims, fyrir utan allt sem annars birtist okkur sem sköpuð fyrirbæri. Ég var fyrir utan tíma og rúm. Ég var eitt með óendanleikanum og eilífðinni. Ég var staddur í heimkynnum míns ódauðlega Égs, hinu ódauðlega Égi sem í sameiningu við öll Ég hinna lifandi vera er eitt með Égi alheimsins eða hins eilífa upphafs. Hér var ég eitt með hinum eilífa almáttuga, alvitra og alkærleiksríka Guðdómi. Þennan sama Guðdóm hafa heilu kynþættirnir og þjóðflokkarnir dýrkað og tilbeðið, meðvitað eða ómeðvitað, í gegnum allar heimsmenningar og heimstrúarbrögð.“

© Tilvitnanirnar úr Þriðja Testamentinu eru varðar höfundarétti af The Institute of Martinus Spiritual Science, Kaupmannahöfn. Danmörku. Öll réttindi áskilin.