Biblían hefur öðlast Þriðja Testamenti!

Þann 24. nóvember 1981 gaf bókaútgáfan Borgen út bók undir nafninu „Þriðja Testamentið“. Þann 8. mars sama ár lést höfundurinn, Martinus, eftir sextíu ára feril sem rithöfundur.

Það var ekki fyrr en eftir andlát Martinusar sem hinn rétti titill á æviverkum hans var birtur opinberlega undir heitinu Þriðja Testamentið. Á meðan á hann lifði huldi hann þannig hina sönnu merkingu verka sinna. Áhugi manna átti nefnilega að beinast að innihaldi bóka hans en ekki honum sjálfum sem persónu.

Með titlinum staðfestir Martinus að verk hans eru beint framhald af ætlunarverki Krists. Þessu framhald i er lýst í Biblíunni (Joh. 16:12-13 og Joh. 14:25-26), ritinu sem hin Vestræna menning er tengd svo nánum böndum. Þetta er að sjálfsögðu mjög ögrandi fullyrðing. En það ætti að vera tiltölulega auðvelt að sjá hvort verkin eru árangur siðferðilegs snillings á sama stigi og Kristur eða falsspámanns, þar sem bækurnar eru aðgengilegar öllum. Sýnið okkur að við höfum rangt fyrir okkur og við munum samstundis loka þessari vefsíðu!

Þriðja Testamentið er hugmyndakerfi sem útskýrir lífið á rökréttan hátt. Við getum sjálf sannreynt þetta kerfi með eigin rökhugsun. Þannig sést hvernig má ástunda náungakærleik í daglegu lífi. Einstaklingur sem hegðar sér í anda góðvildar og umhyggju gagnvart náunganum er ekki barnslegur, heldur vitur!

En… af hverju þurfum við Þriðja Testamenti? Er unnt að betrumbæta kærleiksboðskap Krists og Fjallræðuna eins og hún kemur fyrir í Biblíunni? Getur nokkur manneskja náð hærra tilverustigi en því sem Kristur kunngjörði á krossinum þar sem hann bað um að þeim sem ofsóttu hann yrði fyrirgefið?

  • Unnt er að fá skilning á fullyrðing Biblíunnar um að við „uppskerum svo sem við sáum“ með því að setja það í samhengi við framhaldslíf. Það sem við gerum við umhverfið, gerum við einnig okkur sjálfum í þessu lífi eða næstu lífum. Af hverju að hatast út í óvin sem getur í sannleika sagt ekki dáið?

  • Ódauðleiki og framköllun örlaga frá lífi til lífs er veruleiki sem knúin er áfram af ósýnilegu og eilífu Égi sem lifir sérhverja lífveru og tekur með sér allar upplifanir frá lífi til lífs.

  • Fullyrðing Biblíunnar um að „allt sé harla gott“ er staðfest í ljósi heimsskipanarinnar eilífu. Út frá þessu hæsta sjónarmiði er lífið eilífur gangur í gegnum hringrás ljóss og myrkurs. Þjáning er aðeins tímabundið ástand, hin myrka andstæða lífsins, sem leiðir okkur fljótt til baka til Guðs, alheimskærleika og hins sanna lífs.

Það er undir hverjum og einum komið hvort hann eða hún vilji rannsaka hvort eitthvað raunverulegt sé á bak við Biblíuna og uppruna allra hinna trúarbragðanna. Þú getur byrjað á því að hlýða á fyrirlestra Martinusar, deilt hugsunum þínum og spurt út í það sem þú vilt vita á Spjallsvæðinu, eða lagt til málanna á annan hátt með kvörtunum eða húrrahrópum. Þetta er óhlutdræg hagnaðarlaus upplýsingagátt, svo við viljum gjarnan aðstoða þig!

Tredjer Testamentet Sverige